Dyravarðanámskeið - Síðasti skráningardagur er á morgun

Vert er að minna á að síðasti mögulegi skráningardagur á dyravarðanámskeiðið er á morgun, 6. nóvember. Næsta dyravarðanámskeið fer fram á tímabilinu 11. til 20. nóvember nk., þrjú kvöld í hvorri viku. Eining-Iðja sér ekki lengur um þessi námskeið, SÍMEY hefur tekið að sér að hafa umsjón með þeim.

Skráningarfrestur er til 6. nóvember.

Verð kr. 29.000. Vert er að benda félagsmönnum á að kanna styrkjamöguleika vegna námskeiðsins hjá sínum starfsmenntasjóð.

Nánar um námskeiðið og skráning á heimasíðu SÍMEY