Vert er að minna félagsfólk á að eftir að nýja félaga- og orlofskerfið var tekið í notkun er ekki lengur um sérstaka vetrarleigu orlofshúsa að ræða.
Kerfið virkar þannig að á miðnætti bætist alltaf einn dagur við kerfið sem hægt er að bóka. Áður var opnað fyrir vetrarleigu þann 1. ágúst ár hvert en með nýja kerfinu varð sem sagt breyting þar á.
Áhugasamir geta því kíkt núna á bókunarsíðuna, bókað og greitt fyrir hús eða íbúð. Leigja má íbúðir og hús sex mánuði fram í tímann, sami aðili má skrá sig fyrir allt að sjö gistinóttum á íbúð og sjö gistinóttum á hús á næstu sex mánuðum.
Um jól, áramót og páska eru einungis vikuleigur í boði í öllum orlofskostum félagsins.