Eldri félagsmenn á ferð

Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin í gær, 27. júní. Lagt var af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 9  í sól og blíðu og að þessu sinni var farið var austur í Kelduhverfi.

Stoppað var á Húsavík þar sem safnahúsið var skoðað, þaðan var farið í  Skúlagarð þar sem snæddur var hádegisverður. Eftir góðan hádegisverð var farið í Ásbyrgi og eftir að hafa gengið þar um og farið í Gljúfrastofu, þar sem Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður tók á móti hópnum og sagði frá svæðinu, var farið upp að Dettifossi.

Auðvitað var stoppað við Dettifoss og gengu fjölmargir niður að fossinum. Þaðan var farið í Mývatnssveit, þar sem farið var í Dyngjuna, og að lokum til Akureyrar með kaffistoppi á Stórutjörnum. Frábær ferð í alla staði.

Fleiri myndir úr ferðinni má finna hér