Ert þú með Nappið? Nældu þér í betra verð!

Nappið er app verðlagseftirlits ASÍ. Það leyfir þér að skoða hvað vörur kosta í mismunandi verslunum. Hægt er að senda inn myndir ef verð hefur breyst eða er ekki til á skrá hjá verðlagseftirlitinu.

Í appinu, sem er í raun mælaborð, má líka skoða verðsamanburð milli verslana, bæði í heild, eftir vöruflokkum og niður í stakar vörur. Gögnin uppfærast daglega með nýjustu verðum sem verðlagseftirlitið hefur aflað. Með mælaborðinu hafa neytendur greiðan aðgang að vöruverði í ólíkum verslunum.  

Sjá nánar hér