Ertu vaktavinnumaður og telur þig lækka í launum vegna betri vinnutíma í vaktavinnu?

Ef þú ert vaktavinnumaður hjá sveitarfélögum, ríki, Reykjavíkurborg  eða Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og telur þig lækka í launum vegna betri vinnutíma í vaktavinnu er mikilvægt fyrir þig að kynna þér leiðbeiningar stýrihóps um hvenær hópar teljast lækka í launum (PDF).

Þú þarft einnig að spyrja þig spurninga sem felast í því hvort þér standi til boða að breyta þinni vinnutilhögun með það að markmiði að halda sömu launum eða hækki lítillega. 

Eftirfarandi spurningar þarft þú að spyrja þig:

Ef svör við þessum spurningum er JÁ þá er þér bent á að nota vaktareikninn og skoða hverju þú þurfir að breyta í vinnutilhögun þinni til að halda sambærilegum launum.

Eftirfarandi spurninga þarf að svara m.t.t. vinnustaðarins:

  • Hefur verið horft til jafnræðis í starfsmannahópi?
  • Hefur vinnuskipulag á mínum vinnustað verið endurskoðað með leiðarljós og markmið betri vinnutíma í vaktavinnu í forgrunni?

Ef svör við þessum spurningum er JÁ þá er þér bent á að nota vaktareikninn og skoða hverju þú þurfir að breyta í vinnutilhögun þinni til að halda sambærilegum launum.

Ef svör við þessum spurningum er NEI eða þú ert óviss er þér bent á að hafa samband við þinn stjórnanda. 

Ef þú telur þig vera hluta af hópi sem vinnur takmarkað utan dagvinnutíma og hópnum stendur ekki til boða að vinna meira utan dagvinnumarka er þér bent á að ræða við þinn stjórnanda.

Þessi frétt eða fróðleikur er af síðunni betrivinnutimi.is