Félagavefnum lokað - „Mínar síður“ í vinnslu

Búið er að loka félagavefnum sem Eining-Iðja er búin að vera með í notkun frá byrjun árs 2010. Ástæðan fyrir lokuninni er að félagið hefur tekið í notkun nýtt félagakerfi. Búið er að opna fyrir nýjan Orlofshúsavef félagsins og „Mínar síður“ eru væntanlegar á næstunni.

Nýr Orlofshúsavefur félagsins er einfalt kerfi fyrir orlofseignir. Félagsmenn geta skráð sig inn og sótt um eða pantað orlofseignir og gengið frá greiðslu samstundis. Úthlutunarvélin er ein sú öflugasta sem í boði er. Til að flýta fyrir úthlutun er hún sívirk á umsóknartímabilinu og raðar umsækjendum orlofseigna á þann stað í úthlutunarröð sem þeir eiga að vera á strax við innsendingu umsóknar.

Þegar gengið hefur verið frá greiðslu sendir kerfið samning í tölvupósti til kaupanda. Kaupandi getur einnig óskað eftir því að fá samning sendan í bréfapósti og sendir kerfið þá tilkynningu til kerfisstjóra til áminningar. 

Gistimiðar og frístundakort
Með miðakerfinu í Frímanni getur félagið nú boðið félagsmönnum upp á að kaupa miða sem gilda á fleiri hótel en áður. Undanfarin ár hefur félagið verið með niðurgreidda miða á Kea hótelin, Íslandshótelin og Hótel Eddu. Núna geta félagsmenn einnig keypt miða á Icelandair hótelin, Alba Guesthouse, Hótel Ísland, Hotel Vestmannaeyjar og Hótel Klaustur. 

Einnig er félagið þarna inni með til sölu Útilegukortið og Veiðikortið. Auðvelt er að kaupa kortin í gegnum Orlofshúsavefinn, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda kortin til félagsmanna. Áfram verður hægt að kaupa þessi kort á skrifstofum félagsins. 

Ekki þarf að skrá sig inn til að skoða hvaða eignir, eða miðar á hótel eru í boði. Einungis þarf að skrá sig inn ef viðkomandi ætlar að sækja um hús, íbúð eða Orlof að eigin vali þegar sumarúthlutun er í gangi, panta hús eða íbúð að vetri til eða kaupa gistimiða eða kort sem í boði eru allt árið um kring. Innskráning fer fram með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, en auðkenningin eða innskráningin fer fram í gegnum island.is. 

Frímann félagakerfið – „Mínar síður“
Félagakerfið í Frímann heldur utan um punktasögu félagsmanna, það dregur sjálfkrafa frá punkta sem félagsmenn nýta. Hægt verður að sjá greiðslur frá félaginu og þá munu félagsmenn getað skoðað og sótt rafrænt um þá styrki sem í boði eru í sjúkrasjóð og fræðslusjóð á mun einfaldari hátt en nú er í boði.

Þegar „Mínar síður“ verða teknar í notkun eru félagsmenn hvattir til að skoða vel upplýsingar um sig þar inni og laga ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.