Fjarfundur - Rétta leiðin að sanngjörnu fjármálakerfi

Vert er að benda á áhugavert fjarfundarerindi kl. 12:30 í dag, föstudaginn 12. júní, en Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB standa fyrir röð af hádegisfyrirlestrum um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfinga og annarra almannasamtaka.

Fjármálakerfi er nauðsynlegt hverju samfélagi en fjöldamörg dæmi eru um að of viðamikil fjármálakerfi vinni gegn hagsmunum samfélaga. Er hægt að byggja upp fjármálakerfi sem gagnast samfélaginu? Nicholas Shaxson er rithöfundur og rannsóknablaðamaður og höfundur bókarinnar The Finance Curse: How global finance is making us all poorer sem Financial Times valdi bók ársins árið 2019. Í erindinu fjallar Shaxson um merki þess að fjármálakerfi séu hætt að þjóna hagsmunum efnahagslífsins og samfélagsins og leiðir til að byggja upp heilbrigt fjármálakerfi.

Fundirnir fara fram í gegnum zoom og eru öllum opnir. Boðið er upp á túlkun yfir á íslensku og til að nýta hana þarf að smella á lítinn hnött sem birtist í stikunni og velja túlkun. Hægt er að velja „mute orginal sound“ til að heyra eingöngu í túlknum.

Smellið hér til að taka þátt

The Right Way to a fair financial system

Nicholas Shaxson is a journalist and author of the The Finance Curse: How global finance is making us all poorer, which was selected the book of the year by Financial Times in 2019. Shaxson will share his findings on the “finance curse” and speak about how financials systems have a tendency to grow out of control and start undermining the economy and societies.

This webinar is hosted by Varda. ASI and BSRB as a part of a webinar series under the theme “The Right Way out of the Crisis”. The webinar is open to the public on zoom.