Fjarfundur - Rétta leiðin gegn skattaskjólum

Vert er að benda á áhugavert fjarfundarerindi núna í hádeginu, þriðjudaginn 9. júní, kl. 12:30.

Skattaskjól gera sterkefnuðum einstaklingum og fyrirtækjum kleift að komast hjá sanngjörnum greiðslum í sameiginlega sjóði. Tax Justice Network eru sjálfstæð alþjóðleg samtök sem berjast fyrir sanngjörnum skattkerfum og fyrir alþjóðlegu regluverki sem kemur í veg fyrir skattaundanskot. Alex Cobham, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Tax Justice Network flytur erindi um skattaskjól og áhrif þeirra. Hann segir einnig frá leiðum til að tryggja að ríkisstuðningur til fyrirtækja vegna Covid-kreppunnar fari ekki í skattaskjól og frá nauðsynlegum umbótum til að tryggja réttláta skattheimtu.

Varða - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB standa fyrir röð af hádegisfundum um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfinga og annarra almannasamtaka.

Fundirnir fara fram í gegnum zoom og eru öllum opnir.
Boðið er upp á túlkun yfir á íslensku og til að nýta hana þarf að smella á lítinn hnött sem birtist í stikunni og velja túlkun. Hægt er að velja "mute original sound" til að heyra eingöngu í túlkinum.

Smellið hér til að taka þátt

The Right Way Against Tax Havens

Alex Cobham, Chief Executive of the Tax Justice Network, speaks about the struggle against tax havens and about justice and fairness in taxation. This webinar is hosted by Varda, ASI and BSRB as a part of a webinar series under the theme “The Right Way out of the Crisis”. The webinar is open to the public.