Fjórir fundir í næstu viku

Eining-Iðja mun halda fjóra almenna fundi á félagssvæðinu í næstu viku. Fundirnir verða túlkaðir á pólsku. Félagar, fjölmennum!

Mánudagur 20. janúar

  • Hrísey: Á veitingastaðnum Verbúðin 66 kl. 17:00
  • Dalvík: Í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 20:00

Miðvikudagur 22. janúar

  • Grenivík: Í nýja húsnæði björgunarsveitarinnar kl. 18:00

Fimmtudagur 23. janúar

  • Fjallabyggð: Sameiginlegur fundur fyrir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga kl. 20:00 á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b.

Dagskrá

  1. Lífeyrismál. Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Stapa lífeyrissjóðs.
  2. Ný Gallup könnun félagsins o.fl.
  3. Önnur mál.