Frábær þátttaka í Ítalíuferðinni

Eins og fram kom í frétt fyrr í dag þá hófst skráning í tvær orlofsferðir félagsins í morgun. Á fimm tímum seldist ferðin til Ítalíu nær upp, aðeins eru tvö sæti eftir. Verið er að vinna í því að fá fleiri sæti.