Fræðsla fyrir starfsmenn veitingastaða, hótela og gististaða

Eining-Iðja býður félagsmönnum sem starfa á veitingastöðum, hótelum, gistihúsum eða annarri ferðaþjónustu á kynningu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.  

Fræðslan fer fram miðvikudaginn 3. desember 2025 milli kl. 14:00 og 15:00 í sal félagsins á Akureyri, Skipagötu 14.

Farið verður yfir helstu atriði kjarasamninga í stuttu máli og lögð er áhersla á að ræða réttindi og skyldur starfsmanna.

Glærur verða á íslensku og ensku, fyrirlesari kynnir á íslensku en skiptir eftir þörfum yfir á ensku.