Fræðsla í Vinnuskóla Akureyrar

Eitt af hlutverkum Vinnuskóla er markviss fræðsla á ýmsum sviðum auk forvarna. Núna standa yfir fræðsludagar Vinnuskólans á Akureyri og koma fjölmargir að þeirri fræðslu, m.a. Eining-Iðja.

Félagið mun mæta í sex skipti á starfsstöðvar Vinnuskólans og vera þar með fræðslu fyrir ungmennin um réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði. Þær Anna varaformaður og Rut þjónustufulltrúi sjá um fræðsluna að þessu sinni. Í morgun var Rut með fræðslu í Íþróttahöllinni fyrir um 50 ungmenni og var myndin sem fylgir fréttinni tekin þar.