Frá og með 1. janúar 2026 hækka einstaklingsstyrkir fræðslusjóðanna Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar úr kr. 130.000 í kr. 180.000 miðað við full réttindi.
Þetta miðast við nám eða fræðslu sem hefst 1. janúar 2026 eða síðar.
Uppsafnaður tveggja og þriggja ára réttur fyrir árin 2023-2025 verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við full réttindi skv. starfsreglum fræðslusjóðanna. Kr. 180.000 eiga einungis við frá og með 1. janúar 2026. Sjá dæmi neðar á síðunni.
Varðandi tveggja ára réttinn gilda sömu reglur um hámarksupphæð og í dæminu hér fyrir neðan um þriggja ára réttinn.
| Dæmi varðandi þriggja ára réttinn | |||||||||||
| 2024 | 2025 | 2026 | 2027 | 2028 | Alls | ||||||
| Árið 2026 | kr. 130.000 | kr. 130.000 | kr. 180.000 | kr. 440.000 | |||||||
| Árið 2027 | kr. 130.000 | kr. 180.000 | kr. 180.000 | kr. 490.000 | |||||||
| Árið 2028 | kr. 180.000 | kr. 180.000 | kr. 180.000 | kr. 540.000 | |||||||