Fræðslusjóðir - Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja

Frá og með 1. janúar 2026 hækka einstaklingsstyrkir fræðslusjóðanna Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar úr kr. 130.000 í kr. 180.000 miðað við full réttindi.

Þetta miðast við nám eða fræðslu sem hefst 1. janúar 2026 eða síðar.

Uppsafnaður tveggja og þriggja ára réttur fyrir árin 2023-2025 verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við full réttindi skv. starfsreglum fræðslusjóðanna. Kr. 180.000 eiga einungis við frá og með 1. janúar 2026. Sjá dæmi neðar á síðunni.

Varðandi tveggja ára réttinn gilda sömu reglur um hámarksupphæð og í dæminu hér fyrir neðan um þriggja ára réttinn.

Dæmi varðandi þriggja ára réttinn
  2024   2025   2026   2027   2028   Alls
Árið 2026    kr. 130.000       kr. 130.000       kr. 180.000                       kr. 440.000
Árið 2027        kr. 130.000   kr. 180.000   kr. 180.000       kr. 490.000
Árið 2028            kr. 180.000   kr. 180.000   kr. 180.000   kr. 540.000

 

Nánari upplýsingar um styrkina