Fréttir af ársfundi Stapa 2024

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn fimmtudaginn 2. maí sl. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf og mæting góð. Félagið átti rétt á að senda 41 fulltrúa á fundinn, en þeir voru kosnir á aðalfundi félagsins sem fram fór 16. apríl sl.

Á heimasíðu Stapa segir að Guðný Hrund Karlsdóttir stjórnarformaður sjóðsins hafi flutt skýrslu stjórnar. Því næst fór Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri yfir ársreikning og áritanir auk þess að gera grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Þá fór Óli Þór Birgisson, forstöðumaður eignastýringar, yfir fjárfestingarstefnu og ávöxtun það sem af er ári 2024. Að þvi loknu fór Jóhann Steinar yfir hluthafastefnu sjóðsins.

Á fundinum voru lagðar fram tillögur að breytingum á greinum 19.4 og 19.6 a) í samþykktum sjóðsins. Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs, fór yfir tillögurnar, tilurð þeirra og mat tryggingastærðfræðings á áhrifum þeirra. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

Stjórnarkjöri var lýst en stjórn sjóðsins var kosin á fulltrúaráðsfundi sjóðsins þann 11. apríl sl. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs skipa í dag:

Frá launamönnum:
Guðný Hrund Karlsdóttir (varaformaður), Björn Snæbjörnsson, Sigríður Dóra Sverrisdóttir og Þórarinn Sverrisson.

Varamenn: Ásdís Helga Jóhannsdóttir og Heimir Kristinsson.

Frá launagreiðendum:
Elsa Björg Pétursdóttir (formaður), Elín Hjálmsdóttir, Kristinn Kristófersson og Valdimar Halldórsson.

Varamenn: Guðrún Ingólfsdóttir og Páll Snorrason.

Næst lagði stjórn Stapa til að KPMG ehf. verði endurskoðandafyrirtæki sjóðsins á árinu 2024 og var tillagan samþykkt samhljóða. Þá var farið yfir starfskjarastefnu Stapa en lagðar voru fram breytingar á stefnunni sem snúa að upplýsingagjöf tengda sjálfbærni. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða. 

Nefnd um laun stjórnar lagði til að stjórnar- og nefndarlaun hjá Stapa hækki um 3,25% líkt og í nýlegum kjarasamningi ASÍ og SA í stað þess að miða við launavísitölu sl. 12 mánuði (6,8%) líkt og verið hefur sl. ár. Tillagan var samþykkt samhljóða. 

Þá var nefnd um laun stjórnar samþykkt samhljóða en í nefndinni sitja stjórnarformaður Stapa, Borghildur Rúnarsdóttir, Ósk Helgadóttir og Tryggvi Jóhannsson.

Gögn frá ársfundinum: