Frí námskeið í boði fyrir félagsmenn á gerumbetur.is

Rafrænu netnámskeiðin frá Gerum betur ehf eru eins og einkakennari sem er alltaf til taks (opið allan sólarhringinn)! Í tilkynningu frá þeim segir m.a. "Þar miðlum við fróðleiksmolum, sýnum leikin videó og viðtöl. Mörg hundruð manns hafa nýtt sér þessi rafrænu námskeið á síðastliðnum fimm ár. Það er nú þannig að fólk á ekki alltaf gott með að komast frá. Þú gengur hinsvegar að rafrænu netnámskeiðunum hvenær sem laus stund gefst, án þess að það þurfi að rekast á eitthvað annað í dagsins önn, í starfi eða einkalífi." 

Vert er að benda á að verið er að styrkja þessi námskeið tímabundið 100%. Þetta á bæði við um starfsfólk sem er í Einingu-Iðju hjá sveitarfélögunum, ríkinu og á almennum markaði.

Hér er blog um rafræn námskeið. 

Hér eru upplýsingar um rafrænu netnámskeiðin:

Rafrænu námskeiðin frá Gerum betur ehf

Sjá nánar hér