Fundir með trúnaðarmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum

Góð mæting var á fundinn sem fram fór á Akureyri í morgun en í þessum töluðu orðum stendur yfir fund…
Góð mæting var á fundinn sem fram fór á Akureyri í morgun en í þessum töluðu orðum stendur yfir fundur í Fjallabyggð.

Í dag hélt félagið tvo fundi með trúnaðarmönnum félagsins sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Þar fór Björn formaður félagsins yfir stöðuna sem uppi er í samningaviðræðum við ríkið og sveitarfélögin. Góð mæting var á fundinn sem fram fór á Akureyri í morgun en í þessum töluðu orðum stendur yfir fundur í Fjallabyggð.

Í gær fór fram fundur hjá Ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin og er búið að boða þar fund aftur í næstu viku.