Í gær var haldinn fyrsti fundur aðalstjórnar Einingar-Iðju á starfsárinu 2025-2026. Fundurinn fór að þessu sinni fram í sal félagsins í Fjallabyggð.
Fjölmörg mál voru á dagskrá fundarins, en alls voru 19 liðir á dagskrá. M.a. var farið yfir aðalfund félagsins, kynnt staða á leigu sumarhúsa og íbúða í sumar, farið yfir ársfund Stapa og aðalfundi Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum og í Flókalundi.
Þá var lagt fram og farið yfir yfirlit um stöðu reikninga félagsins fyrstu fimm mánuði ársins, en vert er að benda á að stjórnarmenn fá afhent á hverjum fundi uppfært yfirlit yfir rekstur félagsins og því veit stjórnin ávallt hvernig staðan er miðað við fjárhagsáætlun ársins.