Gallup könnun félagsins - færð þú næsta vinning?

Í fyrra fékk Elínrós Sveinbjörnsdóttir vinning að upphæð kr. 150.000. Verður þitt nafn dregið út í á…
Í fyrra fékk Elínrós Sveinbjörnsdóttir vinning að upphæð kr. 150.000. Verður þitt nafn dregið út í ár?

Nú eru örfáir dagar þar til Gallupkönnun meðal félagsmanna lýkur og biðjum við þá sem fengu boð um að taka þátt að gefa sér nokkrar mínútur í það. Félagið notar niðurstöður könnunarinnar til að móta starfsemi sína og til að berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Það er áríðandi að fá sem besta þátttöku svo hægt verði að nýta niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir félagsmenn. 

Gallup er að framkvæma könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna Einingar-Iðju og AFLS starfsgreinafélags. Könnunin er jafnframt happdrættismiði því allir sem taka þátt geta unnið veglega vinninga og er nú þegar búið að ná í nokkra vinninga til félagsins.

Bréf voru send á þá 3.000 félagsmenn sem valdir voru handahófskennt úr félagaskrám þessara tveggja félaga. Það er von félagsins að þeir sem valdir voru til þátttöku gefi sér tíma til að svara þegar leitað verður til þeirra því það er áríðandi að fá sem nákvæmastar niðurstöður og að allir svari svo hægt verði að nýta niðurstöðurnar í þágu þekkingar og til hagsbóta fyrir félagsmenn. Starfsmenn frá Gallup eru að hringja í þessa félagsmenn og bjóða þeim þátttöku. Bæði verður hægt að svara símleiðis og í gegnum netið með því að fara inn á vefslóð sem gefin er upp í bréfinu sem félagsmennirnir fengu og nota lykilorð sem þeim var úthlutað.

Þátttakendur strax í happdrættispott!
20 þátttakendur lenda strax í happdrættispotti, 10 frá hvoru félagi. Vinningshafar fá tilkynningu fljótlega eftir að búið er að svara könnuninni. Um er að ræða kr. 15.000 inneign á debetkorti. Í fyrra svöruðu aðeins sjö þeirra sem dregin voru út sem þýðir að þrír félagsmenn misstu af vinningi. Það getur borgað sig að taka þátt!

Átta veglegir vinningar eru í boði þegar könnuninni er lokið. Tveir vinningar að upphæð  kr. 150.000 og tveir kr. 50.000 auk fjögurra vikudvala í orlofsíbúðum félaganna. 

Þín svör skipta máli – takk fyrir að taka þátt!