Hin árlega eins dags ferð fyrir eldri Einingar-Iðjufélaga var farin í gær, þriðjudaginn 24. júní. Um 60 félagsmenn og makar lögðu af stað í rútu frá Akureyri um kl. 9:00 og var ekið sem leið lá til Dalvíkur, með viðkomu í Svarfaðardal. Þaðan var farið til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið var skoðað.
Hádegismatur var snæddur á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði þar sem boðið var upp á hlaðborð.
Eftir hádegismat var farið í Skagafjörð; Hofsós, Hóla í Hjaltadal og Sauðárkrók áður en haldið var yfir Öxnadalsheiði og heim á ný.
Boðið var upp á glæsilegar kaffiveitingar í Skagafirði, nánar tiltekið á Áskaffi góðgæti í Héðinsminni.
Frábær leiðsegjandi ferðarinnar var Bragi Guðmundsson.
Nokkrar myndir úr ferðinni má sjá hér fyrir neðan