Á bilinu 1.500 til 2.000 konur, kvár og karlar mættu á baráttu- og samstöðufund sem haldinn var á Ráðhústorginu á Akureyri á Kvennafrídeginum sl. föstudag. Samtök launafólks ásamt fjölmörgum öðrum baráttusamtökum kvenna og hinsegin fólks stóðu að deginum líkt og undanfarin ár en nú eru 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf til þess að krefjast jafnréttis. Konur og kvár sem það geta voru hvött til að taka þátt í skipulagðri dagskrá ásamt því að lákmarka þá vinnu og ábyrgð sem felst í annarri og þriðju vaktinni.
Fyrsti kvennafrídagurinn fór fram 24. október 1975 en þá lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf til að undirstrika mikilvægi vinnuframlags kvenna og krefjast raunverulegs jafnréttis.
Fram komu á fundinum á Ráðhústorgi 24. október 2025:
Í lok dagskrár lék Hrund Hlöðversdóttir á harmonikku og söng og voru raddböndin vel þanin af gestum fundarins þegar allir sungu með lokalaginu Áfram stelpur sem samið var í tilefni Kvennafrídagsins 1975.
Áfram stelpur
Í augsýn er nú frelsi
og fyrr það mátti vera,
nú fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.
Viðlag
En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil.
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori, get og vil.
Og seinna börnin segja:
sko mömmu, hún hreinsaði til.
Já seinna börnin segja:
Þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.
Viðlag
Áfram stelpur, standa á fætur,
slítum allar gamlar rætur,
þúsund ára kvennakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur
og við gerum ótal breytingar.
Atkvæði eigum við í hrönnum,
komum pólitíkinni í lag,
sköpum jafnrétti og bræðralag.
Áfram stelpur, hér er höndin,
hnýtum saman vinaböndin,
verum ekki deigar dansinn í.
Byggjum nýjan heim með höndum,
hraustra kvenna í öllum löndum,
látum enga linku vera í því.
Börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.
Stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað,
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
Ef baráttu að baki áttu
berðu höfðu hátt og láttu
efann hverfa, unnist hefur margt.
Þó er mörgu ekki svarað enn:
Því er ekki jafnréttið mikið í raun,
hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?
Í augsýn er nú frelsi
og fyrr það mátti vera,
nú fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.
Viðlag
En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil.
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori, get og vil.