Góður fundur um upplýsinga- og kynningarmál

Á fjórða tug aðila úr verkalýsðhreyfingunni sótti í gær fræðslufund sem ASÍ stóð fyrir um upplýsinga- og kynningarmál, þar á meðal Ásgrímur upplýsingafulltrúi félagsins. Þetta er fjórða árið sem fundur sem þessi er haldinn en hann er einkum ætlaður því starfsfólki stéttarfélaganna sem sér um þennan málaflokk hjá sínum félögum. 

Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá ASÍ, opnaði fundinn á stuttum inngangi þar sem hann fór stuttlega yfir mikilvæg atriði í frétta- og greinaskrifum áður en Sigurjón Ólafsson, sérfræðingur hjá Fúnksjón og kennari við HÍ, fjallaði um heimasíður. Þar fór hann m.a. yfir starf vefstjórans, efnisvinnu og sýnileiki á vefnum, að þekkja sinn eigin vef og notendur og nýjustu straumar og stefnur í heimasíðugerð.

Í seinni hluta fundarins fór Grétar Theodórsson, almannatengill og kennari við HÍ, yfir almannatengsl og ímyndarvinnu. Þar fjallaði hann m.a. um Hvað eru almannatengsl? Hvernig hefur fagið breyst á síðustu árum? Hver eru helstu viðfangsefnin? Ímyndaruppbygging og krísustjórnun. 

Góður rómur var gerður að erindum Sigurjóns og Grétars.