Göngum vel um íbúðirnar okkar og hús

Að gefnu tilefni þá þurfum við að biðja félagsmenn um að ganga vel frá íbúðum og orlofshúsum eftir notkun. Því miður er staðan sú að kvörtunum vegna umgengi og lélegra þrifa hefur farið fjölgandi að undanförnu. Félagar! Höfum í huga að orlofshúsin eru sameign okkar allra og því er nauðsynlegt að við sameinumst um að ganga um þau með því hugarfari. 

Fyrirtækið Sólar ehf. hefur umsjón með íbúðum félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Leigjandi þarf ekki að þrífa íbúðina eftir leigutíma. Auðvitað þarf að skila henni full frágenginni og snyrtilegri. 

Félagsmenn þurfa sjálfir að þrífa orlofshús félagsins áður en þeim er skilað. Orlofshúsin eru sameign okkar allra og er mikilvægt að hafa það að leiðarljósi að skilja við þau eins og þið viljið koma að þeim. Verði vanhöld á þrifum, að mati umsjónarmanns á viðkomandi svæði, má búast við að leigutaki þurfi að borga þrifagjald.

Allar upplýsingar um leiguna koma fram á samningi sem viðkomandi fær þegar hann leigir íbúð eða orlofshús hjá félaginu.