Greiðslur úr sjúkrasjóði um 300 milljónir

Greiðslur úr sjúkrasjóði Einingar-Iðju á árinu 2024 voru rétt tæpar 300 milljónir miðað við rúmar 266 milljónir árið áður. Dagpeningagreiðslur og útfararstyrkir fóru í tæpar 242 milljónir miðað við rúmar 208 milljónir á árinu 2023.

Dagpeningagreiðslur geta verið vegna eigin veikinda, mjög alvarlega veikinda maka eða langveikra og/eða alvarlegra fatlaðra barna.

2.205 fengu styrki, alls um 58,1 milljón sem er mjög svipuð upphæð og árið á undan. Þarna má m.a. nefna greiðslur vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, viðtöl við sálfræðinga og geðlækna, gleraugnaglerja, heyrnartækja, krabbameinsleitar o.fl.

Alls fengu því 2.472 félagsmenn greitt á síðasta ári úr sjóðnum alls rétt tæplega 300 milljónir sem er hækkun um 34 milljónir milli ára.

Sjúkrasjóður félagsins