Gul­ur sept­em­ber

Andleg heilsa er grundvallaratriði í lífi okkar allra og mikilvægt að við ræðum hana opinskátt, án fordóma og með virðingu. Í dag, miðvikudaginn 10. september, er gulur dagur í gulum september. Gul­ur sept­em­ber er sam­vinnu­verk­efni stofn­ana og fé­laga­sam­taka sem vinna sam­an að geðrækt og sjálfs­vígs­for­vörn­um.

Markmiðið með verkefninu er að efla meðvit­und fólks um mik­il­vægi geðrækt­ar og sjálfs­vígs­for­varna. Auk þess að vera til merk­is um kær­leika, aðgát og um­hyggju.

Starfsfólk Einingar-Iðju mættu í gulum klæðnaði í vinnuna í dag til að sýna átakinu stuðning. Á myndinni má sjá tvo starfsmenn félagsins, þau Valgerði og Vilhelm, afgreiðslufulltrúa félagsins á Akureyri, skarta sínu gulasta. 

Upplýsingar um Gulan september má finna á heimasíðunni gulurseptember.is