Andleg heilsa er grundvallaratriði í lífi okkar allra og mikilvægt að við ræðum hana opinskátt, án fordóma og með virðingu. Í dag, miðvikudaginn 10. september, er gulur dagur í gulum september. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.
Markmiðið með verkefninu er að efla meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Auk þess að vera til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Starfsfólk Einingar-Iðju mættu í gulum klæðnaði í vinnuna í dag til að sýna átakinu stuðning. Á myndinni má sjá tvo starfsmenn félagsins, þau Valgerði og Vilhelm, afgreiðslufulltrúa félagsins á Akureyri, skarta sínu gulasta.
Upplýsingar um Gulan september má finna á heimasíðunni gulurseptember.is