Nýlega keypti félagið sex nýjar íbúðir í Reykjavík, nánar tiltekið í Eirhöfða 7. Þessa dagan er verið að klára að standsetja þær fyrir leigu og er nú búið að setja þær inn í bókunarkerfi félagsins og því orðnar bókanlegar á Mínum síðum félagsins. Fyrsti leigudagur er fimmtudagurinn 22. janúar nk. Fimm íbúðanna eru notaðar sem orlofsíbúðir en ein þeirra er notuð sem sjúkraíbúð.
ATH! Myndir úr íbúðunum verða settar á vefinn 20. janúar nk.
Húsin að Eirhöfða 7 eru meðal þeirra fyrstu sem rísa samkvæmt nýju deiliskipulagi Ártúnshöfða, sem breytist nú úr iðnaðarhverfi í nútímalegt íbúðahverfi. Um er að ræða eina fjögurra herbergja, þrjár þriggja herbergja og tvær tveggja herbergja íbúðir. Fimm íbúðanna eru á fjórðu hæð og ein á þriðju hæð, allar í húshluta C.
Eining-Iðja er nú með átta orlofsíbúðir í boði fyrir félagsmenn á Höfuðborgarsvæðinu, þrjár í Álalind í Kópavogi og fimm í Eirhöfða í Reykjavík. Einnig eru þrjár sjúkraíbúðir í boði fyrir sunnan, tvær í Álalind og ein í Eirhöfða.
Dag- og helgarleigur í boði
Vert er að minna á að félagið ákvað nýlega að vera með sveigjanlegri leigutíma í íbúðum félagsins á Höfuðborgarsvæðinu. Frá 5. janúar sl. hefur verið í boði dag- og helgarleigur, eins og er í orlofshúsum félagsins.
Félagsfólk geta á Mínum síðum alltaf bókað orlofskosti félagsins um það bil sex mánuði fram í tímann, fyrir utan tímabilið þegar sumarúthlutun er í gangi. Á sumrin, um jól, áramót og páska verður eftir sem áður einungis vikuleigur í boði í öllum orlofskostum félagsins.
Hér má finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Mínar síður félagsins, m.a. hvernig á að bóka orlofseign