Hjallastefnan greiðir inn á væntanlegan kjarasamning

Hjallastefnan hefur ákveðið að greiða kr. 125.000 eingreiðslu inn á væntanlegan kjarasamning, líkt og sveitarfélögin hafa gert. Félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa hjá Hjallastefnunni á Akureyri fá þessa greiðslu væntanlega um næstu mánaðamót.