Hörgársveit hafnar erindi Einingar-Iðju

Fyrr í dag barst félaginu neikvætt svar frá Hörgársveit við erindi sem sent var til allra sveitarfélaga á svæðinu þar sem farið var fram á að sveitarfélögin greiði starfsfólki sínu sem starfa eftir samningi SGS innágreiðslu þann 1. ágúst að upphæð kr. 105.000 m.v. 100% starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.

Ákveðið var að senda slíkt bréf á sveitarfélög eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) sendi á þau bréf þar sem ætlast var til að sveitarfélögin mismuni sínu starfsfólki.

Kjaradeila SGS og sveitarfélaganna er í hörðum hnút og var vísað til Ríkissáttasemjara vegna þess að Samninganefnd sveitarfélaganna krafðist þess að SGS félli frá fyrirliggjandi samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og það yrði ekki rætt í kjaraviðræðunum. Vegna þess hversu samningaviðræður við sveitarfélög og ríki hafa dregist náðist samkomulag, þ.e. við aðra samningsaðila en SGS, að starfsfólk með lausa kjarasamninga fengi eingreiðslu að upphæð 105.000 kr. sem greiðist út 1. ágúst sem innágreiðsla fyrir nýjan kjarasamning.

Hér fyrir neðan má svarið sem félagið fékk sent frá Hörgársveit

Hörgársveit hafnar erindi Einingar-Iðju.  

Fullnaðar samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem fer með málið að öllu leyti fyrir hönd Hörgársveitar.

Viðbrögð sveitarfélaga við erindi félagsins:

  • Akureyrarbær. NEI
  • Dalvíkurbyggð. NEI
  • Fjallabyggð. Óska eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar um málið.
  • Eyjafjarðarsveit.
  • Grýtubakkahreppur.
  • Hörgársveit. NEI
  • Svalbarðsstrandahreppur.