Hugsum um: Höfuð, herðar, hné og tær við vinnu!

Ungt fólk er starfsfólk framtíðarinnar. Mikilvægt er að taka vel á móti nýju starfsfólki, finna leiðir til að öllu fólki líði vel í vinnunni og hlusta á hvert annað. Þannig byggjum við upp traust og heilbrigða vinnustaðamenningu og leggjum grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks sem hefur jákvæð áhrif á árangur og orðspor fyrirtækja.

Vert er að minna á að VIRK og Vinnueftirlitið standa að vitundarvakningunni Hugsum um: Höfuð herðar hné og tær við vinnu.

Mikilvægt er að allt starfsfólk leggist á eitt við að byggja upp heilbrigða vinnustaðamenningu, en hún leggur grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks. Ekki er hvað síst mikilvægt að huga að ungu og nýju starfsfólki.

Horfum á heildarmyndina og hugum að þáttum sem hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Markmiðið er að öll komi heil heim.

 Sjá myndband um vitundarvakninguna

Kynntu þér málið á hhht.is Neðst á þeirri síðu má finna hlekk á veggpjald vitundarvakningarinnar til útprentunar og hlekk á veggfóður fyrir síma.