Vinnuumhverfið hefur áhrif á starfsfólk frá toppi til táar.
Desember getur verið annasamur og krefjandi mánuður þar sem oft bætast við verkefni í aðdraganda hátíðanna bæði í vinnu og einkalífi fólks. Því er sérstaklega mikilvægt að huga að andlegri og líkamlegri vellíðan í amstri dagsins.
Mælt er með því að huga að forgangsröðun verkefna eins og hægt er bæði í vinnu og einkalífi. Minnum einnig á að jákvæð og vingjarnleg samskipti smita út frá sér og við getum haft heilmikil áhrif á hvert annað með orðum og athöfnum.
Tökum höndum saman og finnum leiðir til að verkefnin í desember verði okkur viðráðanleg fremur en að valda streitu og kvíða. Leggjum áherslu á það sem er mikilvægt og nærir okkur.
Sjá nánar á hhht.is
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður og Vinnueftirlitið standa að vitundarvakningu undir yfirskriftinni Hugsum um: Höfuð herðar hné og tær við vinnu. Vefsíðan hhht.is er hryggjarstykki vitundarvakningarinnar.