HÚSNÆÐISÖRYGGI ER GRUNDVALLARRÉTTINDI

Vegna síhækkandi fasteignaverðs er sífellt að verða þyngra að eignast sína fyrstu fasteign. Hátt leiguverð gerir láglaunafólki ómögulegt að safna fyrir útborgun í eigin húsnæði.

Það á að heyra sögunni til að fólk þurfi að vera í öngum sínum um hver mánaðamót vegna sligandi húsnæðiskostnaðar. Öruggt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum kjörum léttir óhóflegu vinnuálagi af launafólki og skapar því tíma og tækifæri til jafnari fjölskylduábyrgðar, aukinnar menntunar, fjölbreyttari tækifæra og innihaldsríkara lífs. Verkalýðshreyfingin hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í húsnæðismálum, en á sama tíma skortir heildarsýn af hálfu stjórnvalda.

ASÍ fer fram á að stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til Alþingis skýri áform sín í húsnæðismálum.

Það er nóg til!