Hvernig væri að skella sér í kvöldsund á Illugastöðum?

Mynd af Facebook síðu byggðarinnar
Mynd af Facebook síðu byggðarinnar

Í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, verður lengri opnun í sundlauginni sem er í Orlofsbyggðinni á Illugastöðum. Á Facebook síðu byggðarinnar segir að þá verði opið til kl. 22:00.

"Þá verður sundlaugin opin til kl. 22:00 eins og undanfarin ár verður garðurinn ljósum skreyttur, kaffi og súkkulaði á kantinum og ís fyrir börnin í boði Kjörís. Það eru allir velkomnir í laugina á Illugastöðum og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og slútta sumrinu með okkur. Síðasti opnunardagur sumarsins er svo fimmtudaginn 28. ágúst 🙂"