Í 39 stiga hita við Adríahaf

Hér eru nokkrir ferðalanganna í 34 stiga hita sl. sunnudag við hótel Bristol Opatija í Króatíu, en þ…
Hér eru nokkrir ferðalanganna í 34 stiga hita sl. sunnudag við hótel Bristol Opatija í Króatíu, en þar var gist í eina nótt.

Nú eru um 50 félagsmenn og makar þeirra í árlegri utanlandsferð félagsins.  Núna dvelja þau í borginni Biograd na Moru á Dalmatíuströnd sem er við Adríahaf, en þar verður gist í fimm nætur. Að sögn fararstjóra ferðarinnar hefur allt gengið mjög vel, í dag er frídagur, sól og 39 stiga hiti. 

Á morgun verður farið í dagsferð til gömlu borganna Split og Trogir. Split er höfuðborg Dalmatíuhéraðs og næststærsta borg Króatíu. Trogir er gömul hafnarborg í um það bil 15 km fjarlægð frá Split.