Félagsmenn geta nú bókað á Mínum síðum félagsins íbúð á Spáni, fyrsta leiga var í boði frá 6. janúar sl. Nú gildir reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Hægt er að leigja eina eða tvær samfelldar vikur. (ATH! hafa þarf samband við félagið ef leigja skal 2 vikur) Skiptidagar eru á þriðjudögum.
Íbúð í lokuðum íbúðakjarna í Play Flamenca
Íbúðin er á góðum stað í Playa Flamenca á Spáni, í lokuðum íbúðakjarna og samanstendur af tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Um er að ræða rólegt og vinsælt íbúðarhverfi við Costa Blanca-ströndinni á Spáni.