Íbúð til leigu á Spáni - fyrstur pantar, fyrstur fær!

Vert ert að minna á að í sumar verður aftur í boði íbúð á Spáni. Þrátt fyrir óvissu um Covid var ákveðið að sjá til með hvernig ástandið þróast og bjóða upp á þennan orlofskost aftur. Því geta félagsmenn tekið hana á leigu í sumar og gildir fyrstur pantar, fyrstur fær.

Nokkur flugfélög bjóða upp á flug til Alicante í sumar, bæði beint frá Keflavík og óbeint, og er lítið mál að sjá hvað er í boði á netinu. 

Um er að ræða efri sérhæð í íbúðarkjarna í Lomas de Cabo Roig hverfinu sem er í um 30 mín. fjarlægð frá Alicante, á svæði sem heitir Casa Tarife. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og tvö baðherbergi. Gistirými er fyrir 4 til 6. Rúmgóð verönd er fyrir framan húsið en þaðan er gengið upp í íbúðina sjálfa sem er öll á einni hæð. Svalir eru út frá stofu og eldhúsi og þaðan er gengið uppá stórar einkaþaksvalir sem eru yfir öllu húsinu. Stór sameiginlegur sundlaugargarður er inná milli húsanna í læstum garði. Frábærir golfvellir eru mjög stutt frá!

  • Í boði eru níu leigur, tvær vikur í senn, og verða skiptidagar á þriðjudögum.
  • Leigutímabilið hefst 25. maí og mun standa til 28. september.
  • Verð fyrir tvær vikur er kr. 105.000, innifalið er þrifagjald.
  • Nánari upplýsingar á orlofsvef félagsins og í síma 460 3600