Íbúðin á Spáni - á þriðja tug félagsmanna sóttu um

Í lok síðustu viku rann út frestur til að skila inn umsókn fyrir íbúðina á Spáni, sem er orlofskostur fyrir félagsmenn næsta sumar. Alls sóttu á þriðja tug félagsmenn um leigurnar níu sem í boði eru, tvær vikur í senn.

Búið er að úthluta og fóru svarbréfin í póst í gær. Því styttist í að þeir félagsmenn sem sóttu um fái að vita hvort þeir fengu úthlutað eður ei.