Illugastaðir - salur til leigu

Vert er að benda á að í þjónustumiðstöðinni í orlofsbyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal er stór salur sem hægt er að leigja undir ýmsa viðburði, t.d. fundi eða veislur. Salurinn tekur rúmlega 100 manns í sæti.

Það tekur um 25 mínútur að keyra á Illugastaði frá Akureyri (27 km frá miðbæ Akureyrar í gegnum göngin). Á staðnum er eldhús með helstu tækjum og leirtau fyrir svipaðan fjölda og salurinn tekur.

Nánari upplýsingar veita staðarhaldarar í síma 462 6199 á milli kl. 13:00 og 17:00 alla virka daga.

Einnig má senda tölvupóst á illugastadir@simnet.is

Hér má sjá nokkrar myndir úr salnum