Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – upptaka

Að neðan má sjá upptöku frá málþinginu Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu sem Alþýðusamband Íslands, BSRB og Öryrkjabandalag Íslands stóðu fyrir í vikunni.

Málþingið var haldið í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun sem er íslensk þýðing á riti eftir tvo sænska sérfræðinga, þau Göran Dahlgren og Lisu Pelling. Í bókinni gera þau grein fyrir hörmulegri reynslu Svía af arðvæðingu velferðarþjónustunnar; umönnun, skólum og heilbrigðisþjónustu og leggja fram áætlun um hvernig snúa ber af þeirri glötunarbraut.