Jólaaðstoðin 2019 í Eyjafirði

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð.

Viðtalspantanir hjá Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu hófust í gær, mánudag 25. nóvember. Til að panta viðtal hringið í síma 570 4090 milli kl. 10 og 12 dagana 25. til 29.nóvember.