Jólagjöf til trúnaðarmanna

Kæru trúnaðarmenn og fyrrum trúnaðarmenn sem störfuðu í sex mánuði eða lengur á árinu.

Félagið ákvað að gefa trúnaðarmönnum félagsins smá jólagjöf sem þakklæti fyrir góð störf á árinu.

Trúnaðarmenn á Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð, þið getið nálgast jólagjöfina ykkar 

  • á skrifstofu félagsins á Akureyri frá og með deginum í dag 15. desember.
  • á skrifstofum félagsins á Dalvík og í Fjallabyggð frá morgundeginum 16. desember.

Trúnaðarmenn á Grenivík

  • Róbert svæðisfulltrúi mun koma jólagjöfinni til ykkar á morgun, þriðjudaginn 16. desember.