Kristín Hjálmarsdóttir, fyrrum formaður Iðju, er látin

Mynd frá því Kristín var gerð að heiðursfélaga Iðju á aðalfundi félagsins 1996.
Mynd frá því Kristín var gerð að heiðursfélaga Iðju á aðalfundi félagsins 1996.

Kristín Hjálmarsdóttir, fyrrum formaður Iðju og heiðursfélagi félagsins, er látin. Eining-Iðja sendir samúðarkveðjur til ættingja Kristínar.

Kristín starfaði lengi í forystusveit verkalýðsmála á Akureyri. Hún var formaður Iðju frá 1981-1995 en hafði áður verið í stjórn félagsins og varaformaður þess. Árið 1996, ári eftir að Kristín lét af embætti formanns, var hún gerð að heiðursfélaga í Iðju. Kristín kom að ýmsum málum fyrir verkalýðshreyfinguna eftir að hún lét af störfum og sat m.a. í afmælisnefndinni sem skipulagði 100 ára afmæli samfellds verkalýðsstarfs í Eyjafirði árið 2006.

Hér má lesa viðtal við Kristínu sem birtist í blaði félagsins í júní 2006