Kvennaverkfall 24.október - skert þjónusta

Eining-Iðja mun að sjálfsögðu sýna stuðning í verki og taka þátt í kvennaverkfalli á morgun, föstudaginn 24. október. 75% starfsfólks félagsins eru konur og því verður skert þjónusta á skrifstofum Einingar-Iðju. 

Skrifstofur félagsins á Dalvík og í Fjallabyggð verða lokaðar allan daginn og einungis verða þrír karlmenn við vinnu þennan dag á skrifstofu félagsins á Akureyri. 

Félagsfólk er hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir stéttarfélagsins þennan dag sem og aðra daga. Á heimasíðu félagsins má finna allar helstu upplýsingar og á Mínum síðum Einingar-Iðju getur félagsfólk m.a. skoðað og sótt rafrænt um þá styrki sem í boði eru í sjúkrasjóði og í fræðslusjóði, skoðað laus orlofshús, pantað og greitt fyrir þau. 

Hægt er að senda póst og fyrirspurnir á ein@ein.is

Eining-Iðja skorar á félagsfólk að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi og skorar jafnframt á fyrirtæki að sýna samstöðu í verki svo konur og kvár geti lagt niður störf þennan dag, án skerðingar á launum. Mætum á baráttufund sem verður á milli kl. 11:15 og 12:00 á Ráðhústorgi á Akureyri.

Nánari upplýsingar um verkfallið

Starfsfólk Einingar-Iðju þakkar skilninginn.