Lagt af stað í "Fjallaferð"

Hluti ferðalanga á leið í rútuna í morgun.
Hluti ferðalanga á leið í rútuna í morgun.

Fyrr í morgun lögðu um 50 félagsmenn og makar af stað í "Fjallaferð" ársins þar sem að þessu sinni verður farið um Austurland.

Áætlun dagsins er að keyra austur í Sænautasel, þaðan verður farið í Kárahnjúka, niður í Fljótsdal og gist á Eiðum þar sem snæddur verður kvöldverður. Stefnt er að því að skoða ýmislegt spennandi á leiðinni og fræðast t.d. um Skriðuklaustur og Gestastofuna.

Eftir morgunverð í fyrramálið verður keyrt í Borgarfjörð Eystri þar sem skoðað verður þorpið Bakkagerði, heilsað verður upp á lunda í Hafnarhólma og borðaður hádegismatur. Keyrt heim á leið, yfir Hellisheiði Eystri ef veður leyfir. Komið verður við á Vopnafirði og í Minjasafninu í Burstafelli.