Landsmennt og Dale Carnegie hafa skrifað undir samstarfssamning

Landsmennt og Dale Carnegie hafa skrifað undir samstarfssamning um fjarþjálfun þar sem starfsmenntasjóðurinn Landsmennt greiðir allt að 100% af fjárfestingunni. Námskeið eru nýjung á Íslandi og eru öll Live Online sem þýðir að þau ,,eru í beinni“ og bjóða upp á virka þátttöku í rauntíma. Sérmenntaðir þjálfarar og tæknimenn eru á öllum námskeiðum. Þú tekur virkan þátt, leysir verkefni og vinnur í hópum. Sérhannað fjarþjálfunarumhverfi gerir viðkomandi kleift að ná hámarks árangri og það er einfalt að taka þátt. 

Úrval Live Online námskeiða – 100% niðurgreiðsla
Samningur við Landsmennt tryggir félagsmönnum stéttarfélaga innan vébanda Landsmenntar allt að 100% niðurgreiðslu upp að 30.000 kr.

Sjáðu úrvalið á https://island.dale.is/live-online/

10.000 þátttakendur á ári mæla með Live Online:

  • Virk þátttaka þar sem þú getur spurt spurninga og unnið í hópum
  • Einn sérmenntaður þjálfari og annar Digital Producer á öllum námskeiðum
  • Sérhannað fjarþjálfunarumhverfi í samvinnu við Webex / Cisco
  • Tækniaðstoð í öllum tímum á öllum námskeiðum
  • Þaulreyndar þjálfunaraðferðir og kennsluefni

Hvernig virkar Live Online?
Þú velur dagsetningu á dale.is sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst færðu senda slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið. Á þessum námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kfærðu kennslu á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.

Gæði
Yfir 10.000 manns á ári útskrifast af þessum Live Online námskeiðum. Öll þjálfun hefur ISO vottun og í 4 ár í röð hefur fyrirtækið  verið valin í hópi bestu þjálfunar fyrirtækja heims.