Langtímasamningur við SA til fjögurra ára undirritaður

Á þessari samsettu mynd má sjá formann og varaformann félagsins skrifa undir samninginn fyrr í dag.
Á þessari samsettu mynd má sjá formann og varaformann félagsins skrifa undir samninginn fyrr í dag.

Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn undirrituðu langtímasamning við Samtök atvinnulífsins fyrr í dag. Samningurinn nær til tugþúsunda á vinnumarkaði og gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.

Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur 1. febrúar sl. og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur árum þar á eftir – þær hækkanir koma til framkvæmda 1. janúar ár hvert.

Desemberuppbót fyrir starfsmann í fullu starfi verður 106 þúsund krónur á þessu ári og hækkar um 12 þúsund krónur á samningstímanum. Þá verður lágmarksorlof 25 dagar, hafi starfsmaður unnið í sex mánuði hjá fyrirtæki en 28 dagar að fimm árum liðnum.

Samn­ing­ur­inn ber yf­ir­skrift­ina Stöðug­leika­samn­ing­ur­inn. Samn­ing­ur­inn er gerður til að auka fyr­ir­sjá­an­leika og stöðug­leika í efna­hags­líf­inu með það að mark­miði að ná niður verðbólgu og vöxt­um. 

Fjórir kynningarfundir í næstu viku
Í næstu viku verður Eining-Iðja með fjóra fundi þar sem samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum sem eftir þessum samningi starfa; á Akureyri, á Dalvík, í Fjallabyggð og á Grenivík.

Nánar á morgun