Laus orlofshús á næstunni

Eins og staðan er núna er orlofshúsið í Klifabotni í Lóni laust frá og með næsta föstudegi í eina viku, þ.e. frá 21. til 28. júní. Einnig er eitt laust hús á Illugastöðum vikuna 28. júní til 5. júlí og vikan 5. til 12. júlí er laus á Úlfljótsvatni. Eftir það þarf að fara í vikuna 9. til 16. ágúst til að finna laus hús.

Þessar upplýsingar geta breyst hvenær sem er og því er best að fara inn á félagavefinn og skoða hvað er laust. Þar er einnig hægt að panta og ganga frá greiðslu.

Áhugasamir geta líka pantað með því að hafa samband við skrifstofur félagsins í síma 460 3600.