Laus starf - Ráðgjafi VIRK á Akureyri

VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa. Um er að ræða mjög krefjandi, fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Umsækjandi þarf að hafa víðtæka reynslu og þekkingu á einstaklingsráðgjöf og atvinnulífi.Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst. Um fullt starf er að ræða. Skilyrði er mjög góð kunnátta í íslensku. Starfsstöð er á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri ásamt þremur öðrum ráðgjöfum VIRK.

Helstu verkefni og ábyrgð

  •  Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu

  • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum

  • Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK

  • Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði

  • Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar

  • Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar

  • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund

  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Skipulagshæfni og kostnaðarvitund

  • Góð þekking á vinnumarkaði

  • Hreint sakavottorð

  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2024. Umsóknir óskast fylltar út á alfred.is Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á skýran hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.

Nánari upplýsingar veitir Sólmundur Már Jónsson, mannauðsstjóri - solmundur@virk.is