Mikilvægar upplýsingar til starfsmanna gistihúsa, hótela og baðlóna

Eining-Iðja vill koma á framfæri upplýsingum varðandi nýjustu kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins:

  • Almennt starfsfólk á gistihúsum og hótelum raðast í launaflokk 7 eftir 3 mánaða reynslutíma. Þetta á við um störf sem snúa beint að gistiþjónustu vinnustaðanna. Aðrar reglur gilda fyrir starfsfólk í veitingaþjónustu. 

  • Starfsfólk í baðlónum raðast í launaflokk 7 samkvæmt kjarasamningi. Starfsfólkið hefur sérhæfða þekkingu og ber sérstaka ábyrgð, m.a. í skyndihjálp.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Einingu-Iðju.