Mínar síður - breyta um tungumál

Mínar síður félagsins eru mjög notendavænar, byggjast upp á persónublaði viðkomandi félagsmanns og bjóða upp á fjölbreytta möguleika til gagnvirkni og að félagsmenn geti sinnt málum sínum sjálfir á þeim.

Vert er að vekja athygli á því að efst til hægri á mínum síðum má finna tungumálafána, en með því að smella á hann má velja tungumál sem Mínar síður viðkomandi verða á. Tungumálafáninn sýnir á hvaða tungumáli félagsmaður skoðar Mínar síður og hjálpar það starfsfólki að ákveða á hvaða tungumáli til dæmis skeyti til viðkomandi félagsmanns fara. Þegar send eru fjöldaskeyti á margt félagsfólk og þau eru t.d. á þremur tungumálum – ræður þessi merking hvaða skeyti hver félagsmaður fær.

Hægt er að nota rafræn skilríki eða auðkennisapp frá Auðkenni til að skrá sig inn á Mínar síður Einingar-Iðju.

Hér má finna leiðbeiningar fyrir helstu aðgerðir inni á Mínum síðum félagsins.