Minnkað starfshlutfall

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hefur undanfarna daga fengið mikið af fyrirspurnum um möguleikann á því að minnka starfshlutfall starfsmanna og sjálfstætt starfandi einstaklinga meðan COVID-19 ástandið varir á Íslandi. Frumvarp um viðbrögð hefur verið lagt fram á Alþingi sem rýmka mun heimildir til greiðsluatvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli starfsmanna. Þar sem eingöngu er um að ræða frumvarp en ekki samþykkt lög frá Alþingi getur Vinnumálastofnun að svo stöddu ekki veitt nákvæm svör um hvernig úrræðinu verður háttað né heldur nákvæmlega hvaða gögn og upplýsingar stofnunin þarf að fá vegna slíkra umsókna. 

Ekki skrifa undir neitt nema…
Eining-Iðja biðlar til félagsmanna sem beðnir eru um að minnka starfshlutfall að hafa samband við félagið til að fá upplýsingar. Eins og fram kemur hér á undan þá er nýtt frumvarp um minnkað hlutfall starfsmanna í smíðum á Alþingi og því biðjum við ykkar að skrifa ekki undir nein skjöl án þessa að heyra í starfsmönnum félagsins. Hægt er að hafa samband við félagið í síma 460 3600 eða með því að senda tölvupóst á ein@ein.is

Sýnið biðlund
Á vef Vinnumálastofnunar segir jafnframt að þar sem stofnunin hefur í dag ekki nákvæm eða endanleg svör við því hvernig framangreint úrræði verður útfært beinir Vinnumálastofnun þeim tilmælum til atvinnurekenda, launamanna og sjálfstætt starfandi einstaklinga að fylgjast vel með upplýsingum á vef Vinnumálastofnunnar.

Stofnunin hefur sett upp sér vefsvæði þar sem birtar verða allar upplýsingar sem tengjast aðgerðum Vinnumálastofnunar vegna COVID-19

Stofnunin vill sérstaklega vekja athygli á því að það frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir gildístíma frá 15. mars 2020. Gerir Vinnumálastofnun því ráð fyrir að hægt verði að sækja með afturvirkum hætti um greiðslur frá stofnuninni þegar að frumvarpið hefur verið samþykkt og stofnunin útbúið þær stafrænu lausnir sem þarf til að hægt sé að afgreiða umsóknir þar að lútandi.

Þar til nánari útfærsla liggur fyrir biðlar Vinnumálastofnun til allra aðila að sýna biðlund og fylgjast fremur með á vef stofnunarinnar en að senda tölvupóst eða hringja.