Nám eða námskeið - átt þú rétt á styrk?

Félagsmenn geta sótt um styrk vegna náms eða námskeiða til félagsins, en Eining-Iðja á aðild að þremur fræðslusjóðum, Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. 

Einfalt er að skila umsókn og gögnum rafrænt í gegnum Mínar síðu félagsins

Félagsmenn fengu endurgreitt rúmlega 66 milljónir vegna námskostnaðar á árinu 2022. Það getur borgað sig að kanna sinn rétt.

Hægt er að sjá reglur vegna einstaklingsstyrkja á heimasíðum sjóðanna þriggja